Heim

Hó hó hó – Gleðileg jól

Það styttist óðfluga í jólin og því um að gera að hafa strax samband við okkur hjá www.jolasveinar.is til að tryggja ykkur skemmtilegan svein.

Jólaböll og -skemmtanir

Það vill svo skemmtilega til að við erum með símann hjá henni Grýlu sem sér um allar bókanir fyrir þá sveina fyrir jólin. Þannig að ef að þú ert með jólaball eða aðra jólaskemmtun er um að gera að láta okkur vita sem fyrst. Þeir eru jú bara 13 sveinarnir og þurfa að komast á allar skemmtanir fyrir og um hátíðarnar.

Heimsókn

Þess má líka geta að það er hægt að fá sveinana í heimsókn, já í heimsókn heim til þín. Þeir syngja lítið lag, segja sögur af sér og ferðum sínum og hver veit nema að þeir laumi að góðum börnum lítilli gjöf áður en þeir kveðja.

Smelltu hér til að panta svein – sendu okkur póst á jolasveinar@jolasveinar.is eða hringdu í síma 776-1565, við hlökkum til að heyra frá þér.