STF logo
STF logo

Jólaleikrit

Á hverju ári bjóðum við upp á ný jólaleikrit sem henta við alls konar tækifæri.

Árið 2024 er þar engin undantekning og erum við fyrst og fremst að vinna með þrjú verk þetta árið.

Ævintýri í Jólaskógi

Á aðventunni bjóða jolasveinar.is upp á leiksýningu í Guðmundarlundi.
Ævintýri í Jólaskógi er tæplega klukkutíma löng sýning þar sem áhorfendur ganga í litlum hópum um skóginn í Guðmundarlundi, vopnaðir vasaljósum og hitta á ferðum sínum persónur úr uppáhalds jólafjölskyldu okkar Íslendinga, þau Grýlu, Leppalúða, jólasveinana og tröllasystkini þeirra.

Skjóða og snjókarlinn

Skjóða systir jólasveinanna er landsmönnum að góðu kunn en hún hefur allt frá árinu 2010 sett upp nýjar jólasýningar og ferðast með þær á milli jólaballa, leikskóla, bókasafna og sviðsskemmtana. Já Skjóða getur sko komið með jólasöguna sína hvert sem þú vilt. Í ár segir hún okkur söguna af Snjókarlinum og gerir hún það með dyggri aðstoð Langleggs bróður síns.

Leikhópurinn Lotta, jólaleg söngvasyrpa

Leikhópurinn sem ferðast um allt land á sumrin fer sko ekki í neitt vetrarfrí nema síður sé. Hópurinn kemur nú fram í tveggja manna hópum og sýnir jólalegar söngvasyrpur. Söngvasyrpan er 20 mínútna atriði þar sem persónur úr Ævintýraskóginum fara með þið í sannkallað ævintýraferðalag, syngja og dansa og koma öllum í fullkomið jólaskap.

Vertu í bandi, við finnum leikrit sem hentar einmitt þínum hópi.

Hér fyrir neðan getur þú sett inn þína ósk. Öllum pósti er svarað innan sólarhrings. Einnig er hægt að ná í okkur beint í síma 776-1565 eða með því að senda okkur tölvupóst á jolasveinar@jolasveinar.is

Hafðu samband