Jólalundur
Verið hjartanlega velkomin í Jólalundinn í Guðmundarlundi þar sem fram fer dásamleg fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum á milli 13 og 15.
Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, tengingakapphlaupi jólasveinanna, risastóra jóladagatalinu, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleik, jólaföndri í dásamlegri náttúru eða því að kíkja í fataskápinn í Grýluhelli.
Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að öll ættu að komast að, og koma sér í jólastemninguna með ævintýraverurm og jólasveinum. Ratleikur, jóladagatal, leikir og föndur verður í boði á meðan opnun stendur og hægt verður að kaupa heitt kakó og piparkökur.
Nánari tímasetningar:
Jólaball Rófu
13:10
13:40
14:10
14:35
Örtónleikar barnakóra í Kópavogi
13:00 við inngang
13:20 við kaffihúsið
13:40 við leiktækin
14:10 við kaffihúsið
14:30 við inngang
Við hlökkum til þess að sjá ykkur og njóta fjölskylduvænnar samveru í fallegu náttúrunni okkar hér í Kópavogi.
Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og Kópavogsbæ.
RATLEIKUR
Taktu þátt í ratleik í Jólalundi.
10 jólavættir hafa falið sig í trjánum. Ef þú finnur þær allar og safnar saman stöfunum sem þær geyma getur þú svarað spurningunni "Hvar búa jólasveinarnir?"
Settu inn nafn, símanúmer og netfang - og þar sem stendur Hvað getum við gert fyrir þig setur þú inn svarið við spurningunni "Hvar búa jólasveinarnir?"
Á hverjum sunnudegi drögum við út vinningshafa sem fær heimsókn frá jólasveini eða miða fyrir sig og alla fjölskylduna sína á Ævintýri í Jólaskógi.
Hér fyrir neðan getur þú sett inn þína ósk. Öllum pósti er svarað innan sólarhrings. Einnig er hægt að ná í okkur beint í síma 776-1565 eða með því að senda okkur tölvupóst á jolasveinar@jolasveinar.is