STF logo
STF logo

Jólasveinar

Það vill svo skemmtilega til að við erum með símann hjá henni Grýlu sem sér um allar bókanir fyrir þá sveina fyrir jólin. Þannig að ef að þú ert með jólaball eða aðra jólaskemmtun er um að gera að láta okkur vita sem fyrst. Þeir eru jú bara 13 sveinarnir og þurfa að komast á allar skemmtanir fyrir og um hátíðarnar. 


Sveinarnir eru allir þaulvanir því að mæta á hvers konar jólaskemmtanir og munu svo sannarlega lífga upp á jólahátíðina þína. Þeir kunna jólalögin, hreyfingarnar og segja sögur af ferðum sínum. Nokkrir þeirra kunna líka á hljóðfæri og geta tekið þau með sé þess óskað.


Við getum gefið ykkur tilboð í viðburði af öllum stærðum og gerðum. Jólaböll, jólaföndur, jólabakstur, rölt, heimsóknir í heimahús, myndatökur og allskonar skemmtilegt. Ef þið hafið áhuga á því að fá sveinana oft í heimsókn getum við sett saman tilboð fyrir ykkur samkvæmt því.

Jólasveinn á rólóJólasveinar á laugaveginumLeikhópurinn LottaSkjóða og jólasveinn

Hér fyrir neðan getur þú sett inn þína ósk. Öllum pósti er svarað innan sólarhrings. Einnig er hægt að ná í okkur beint í síma 776-1565 eða með því að senda okkur tölvupóst á jolasveinar@jolasveinar.is

Hafðu samband