STF logo
STF logo

Jólatónlist

Skjóða 

Skjóða systir jólasveinanna er einn reyndasti jólaballastjórnandi landsins. Hún er með undirspil og þráðlausan míkrafón svo allir heyra vel þegar hún stýrir ballinu á sama tíma og hún dansar í kringum tréð með krökkunum. Skjóða getur einnig komið með bróður sinn hann Langlegg með sér en hann er svakalega flinkur á píanó. Hann spilar þá undir jólalögunum og leggur Skjóðu lið við ýmsa skemmtilega brandara. Skjóða getur einnig komið með jólasögu, söngatriði og fleira skemmtilegt fyrir jólaskemmtunina.

Leikhópurinn Lotta 

Lottan hefur áratuga reynslu af hvers konar barnaskemmtunum. Þau koma með undirspil með sér af öllum vinsælustu lögunum sem sungin eru þegar dansað er kringum jólatréð en hópurinn gaf út Jólaplötu árið 2013 og hefur síðan helgað sig útgáfu á nýjum jólalögum (við höfum heyrt að það styttist í næstu jólaplötu frá þeim). Leikhópurinn Lotta getur tekið með sér hljóðkerfi fyrir flestar stærðir sala og er vel útbúinn bæði þráðlausum, snúru- og fluguhljóðnemum.

Hljóðfæraleikarar, söngvarar & hljómsveitir

Við erum einnig með mjög færa hljóðfæraleikara, söngvarar og hljómsveitir sem taka að sér að skemmta á jólaböllum. Láttu okkur vita hvað þig vantar og við reddum því!

jólatónlist

Hér fyrir neðan getur þú sett inn þína ósk. Öllum pósti er svarað innan sólarhrings. Einnig er hægt að ná í okkur beint í síma 776-1565 eða með því að senda okkur tölvupóst á jolasveinar@jolasveinar.is

Hafðu samband