Leikhópurinn Lotta er landsmönnum vel kunnur fyrir utandyra leiksýningar sínar á sumrin en þau hafa heldur betur slegið í gegn um allt land síðustu ár. Leikhópurinn Lotta gaf út stórskemmtilega jólaplötu fyrir jólin 2013 og hafa þau áralanga reynslu af jólaböllum.
Þegar Lottan sér um ballið fyrir þig þarft þú ekkert að gera, annað en að slaka á og njóta.
Ævintýrapersónurnar mæta oftast tvær saman (hægt að fá fleiri eða færri allt eftir stærð jólaballs). Þær taka á móti gestum jólaballsins og spjalla við krakkana. Áður en ballið hefst fá þær alla fram á gólfið og flytja 15 mínútna söngskemmtun sem kemur öllum í banastuð. Þá hefst ballið og notar Lottan undirspil af jólaplötunni sinni til að halda öllum á réttu spori. Þegar jólasveinar bætast í hópinn spjalla ævintýrapersónurnar við þá litla stund, kynna fyrir hópnum og draga þá svo með í dansinn. Eftir ballið, þegar jólasveinarnir eru að gefa úr pokunum sínum og bjóða upp á myndatökur er líka hægt að fá mynd af sér með sinni uppáhalds ævintýrapersónu.
Lottan er vel búin og notast við þráðlausa mike-a svo þau geta stjórnað ballinu hvaðan sem er í salnum en hafa samt 2 lausar hendur til að leiða krakkana í kringum tréð.
Heyrðu í okkur ef þú vilt að Leikhópurinn Lotta sjái um jólaballið þitt.