STF logo
STF logo

Skjóða

Skjóða er tröllastelpa. Hún er dóttir þeirra Grýlu og Leppalúða, systir jólasveinanna og sérstakur verndari jólakattarins. Skjóða er jólabarn í húð og hár og án efa reynslumesti jólaballastjórnandi landsins. Með Skjóðu við stjórnvölin getur ekkert klikkað.  


Skjóða getur eiginlega allt. Á hverju ári setur hún upp nýtt jólaleikrit, jólasögu, sem hún ferðast með á milli jólaballa. Hún kann öll jólalögin og getur sungið þau við undirspil sem hún tekur sjálf með sér og tengir í flottu græjurnar sínar eða fengið Langlegg bróður sinn með sér en hann er fáránlega flinkur á píanó. Skjóða kann líka alla dansana og hreyfingarnar sem fylgja jólalögunum og á ekki í vandræðum með að kenna stórum hópi fólks það nýjasta í þeim efnum.


Skjóða hefur einnig mikla reynslu í að kveikja á jólatrjám við hátíðlegar athafnir, kynna dagskrá og koma með skemmtiatriði og leikrit á hverskyns viðburði. Hún er líka sérfræðingur í jólföndri og getur leitt hópinn í skemmtilegri föndurstund. Skjóða hefur margoft stjórnað fjölmennum jólabingó-um við góðar undirtektir og einu sinni fór hún fyrir hópi fólks í laufabrauðaskurði sem heppnaðist einstaklega vel. Svo er líka hægt að fá hana í heimsókn, bara heim til sín. Skjóða getur eiginlega gert allt sem þér dettur í hug.

Jólasveinar á laugaveginumjólaballJóladagatalSkjóða og jólasveinnSkjóða

Hér fyrir neðan getur þú sett inn þína ósk. Öllum pósti er svarað innan sólarhrings. Einnig er hægt að ná í okkur beint í síma 776-1565 eða með því að senda okkur tölvupóst á jolasveinar@jolasveinar.is

Hafðu samband