Jólabjöllurnar eru sönghópur sem hefur starfað allt frá árinu 2013. Hópurinn samandstendur af sjö söngelskum vinkonum sem allar eiga það sameiginlegt að vera mikil jólabörn og hafa sungið frá blautu barnsbeini. Jólabjöllurnar hafa komið víða við á þessum áratug, sungið í Jólaþorpinu í Hafnarfirði, fyrir komufarþega í Leifsstöð, í miðbæ Reykjavíkur á vegum Reykjavíkurborgar, á fjölmörgum jólahlaðborðum og öðrum starfsmannaskemmtunum og svo mætti lengi telja.
Þeirra sérsvið eru jólalög sungin án undirleiks í fallegum útsetningum og eru bæði íslensk og erlend lög á lagaskránni. Til viðbótar eru þær svo með dóna-jóla-prógram sem hefur verið sérlega vinsælt í starfsmannagleðina undanfarin ár. Þar syngja þær jólalög sem allir þekkja með frumsömdum og mátulega tvíræðum textum, bæði með og án undirspils.
Tilvalið í veisluna, partýið, jólahlaðborðið, landkynninguna eða hvaða viðburð sem er.