STF logo
STF logo

Jólabjöllurnar

Jólabjöllurnar er sönghópur sem hefur starfað allt frá árinu 2013 og hefur síðan þá glatt landann á fjölmörgum jólahlaðborðum og öðrum starfsmannaskemmtunum ásamt því að halda tónleika, syngja í Jólaþorpinu, taka lagið í Leifsstöð og svo mætti lengi telja.  Einnig hefur færst í vöxt að fá Jólabjöllurnar til að skemmta í heimahúsum sem er einstaklega skemmtilegt!

Sérsvið Jólabjallanna  er hið vinsæla dóna-jóla-prógramm, þar sem flutt eru þekkt jólalög með frumsömdum, hnyttnum og mátulega tvíræðum textum. 

Auk þess bjóðum við upp á flutning hefðbundinna jólalaga án undirleiks í fallegum og vönduðum útsetningum. Á lagalistanum okkar má finna bæði íslensk og erlend jólalög sem skapa hlýja og hátíðlega stemningu.  

Tilvalið í veisluna, partýið, jólahlaðborðið, landkynninguna eða hvaða viðburð sem er. 

Hér fyrir neðan getur þú sett inn þína ósk. Öllum pósti er svarað innan sólarhrings. Einnig er hægt að ná í okkur beint í síma 776-1565 eða með því að senda okkur tölvupóst á jolasveinar@jolasveinar.is

Hafðu samband